Stjarnan toppaði allt saman fyrir norðan og unnu allt sem í boði var. Meistaraflokkurinn bar enda á 10 ára sigurgöngu Gerpluliðsins með sögulegum sigri.
Þorrablótið hjá Betware var haldið á föstudeginum og var bara ansi hreint gaman. Ég var beðinn um að fara með Minni kvenna á þorrablótinu. Eitthvað sem ég ætlaði reyndar að gera í fyrra, en varð frá að hverfa vegna fimleikamóts, auðvitað :) Ræðuna má sjá hér fyrir neðan :p
Aftur að Stjörnustelpum, þær ætluðu að hafa náðugt laugardagskvöld á Akureyri og koma heim á sunnudegi. Vegna brjálaðrar veðurspár var ákveðið að "bruna" heim strax á laugardagskvöldinu. Þær komu heim kl: 3 um nóttina.
Sunnudagurinn, KONUDAGURINN, var svo heima fyrir í kósýheitum með konunum mínum :D
Hér eru svo það sem ég tók saman um Minni kvenna á Betware þorrablótinu. Ég gerði reyndar smá drykkjuleik úr þessu í leiðinni. Í ræðunni fékk ég lánaðar nokkrar línur úr íslenskum textum og bað fólk um að skála þegar það heyrði eina slíka :) Það tókst bara þokkalega :P
Kæru Betwerjar og Betwerjur...SKÁL!Svanur heiti ég, forritari i Sonic...
Ég var reyndar ráðinn/beðinn um að halda þessa ræðu í fyrra, en varð frá að hverfa. Nú er komið nýtt ár með nýju blóti og ég því sjálfráðinn í þetta verkefni. Eða það fannst Hrafni allavegana best.
Ég hugsaði með mér, hvað get ég nú sagt, hvað get ég gert? Reyni kannski að vera fyndinn? Neee, litlar líkur á því! Og svo hugsaði ég með hryllingi: En! Þarf ég ekki að flytja þetta á ensku? "A toast to Women", eða eitthvað svoleiðis. Og reyna að vera fyndinn, á ensku!? Yeah, that's not gonna happen!
En, einhverra hluta vegna eru engar konur af erlendu bergi brotnar að vinna hjá Betware hér á Íslandi! Held ég allavegana! Hver veit? Það er svo mikið af nýju fólki hjá okkur :) SKÁL fyrir nýja fólkinu :)Anyways, þetta verður allt á pjúra íslensku. Og ég held ég sleppi því bara að reyna að vera fyndinn, það gæti endað illa. Í staðinn fæ ég að vitna hér og þar í viskubrunn íslenskra ljóðskálda og textahöfunda, stuðmanna og kvenna, um konur.Eins og áður sagði, þá var ég sjálfvalinn, sjálfkvalinn, að flytja minni kvenna hér í kvöld, en ekki tala UM minni kvenna. Ef sú væri raunin, þá væri þessi ræða miklu ...MIKLU lengri ...við strákarnir vitum allt um það...
En, eftir að hafa játað að flytja þessa ræðu fyrir ári síðan, varð ég að hætta við vegna þátttöku dóttur minnar á fimleikamóti!
Dóttir mín, sem er orðin kona! Konan min, sem er kona! ...og hinar dætur mínar tvær, sem verða konur áður en maður veit af! Og Kittý og Súsí, læðurnar tvær á heimilinu! Þær verða þó aldrei konur! Svo ég vitni í Þorstein Eggertsson “Ég er umvafinn kvenfólki, það get ég svarið".
Ekki bara heima fyrir heldur líka í vinnunni, í ræktinni, umferðinni og hvar sem er. Og þannig er það væntanlega eins og við viljum hafa það :) Jafnvægi á hlutunum...
Tæplega helmingur landsmanna erum við karlmenn...
Ekki viljum við hafa þær of fáar ...og alls ekki of margar :) One-to-one relationship, er það ekki fínt? Þeir sem eru yngri, eru kannski í one-to-many relationship. En flestir karlarnir endum við í one-to-one ...og flestir með konu!
En, ekki nóg með að rúmlega helmingur landsmanna muni vera kvenfólk, þá eru konur líka bara eitthvað svo miklu meira;
Konur eru fallegar. Íslenskar konur eru fallegar, Hófí, Linda P, Unnur B og þið konur, sem ég sé :)
Ég meina hafið þið prófað að google-a MISTER Universe, ...það er bara einhver bíómynd frá 1951!
Við, íslenskir karlmenn, erum þó alls engar gungur. Við erum sterkir! En ég held samt að konur séu sterkari, þær ala börn! Eigum við eitthvað að ræða það?
Amma á Kjóa átti t.d. 16 börn á 25 árum, munaði ekkert um það eitt árið að eiga tvö. Eitt í feb og annað í des! Skál fyrir ömmu á Kjóa, Skál fyrir ömmum og skál fyrir mömmum!
Konur hugga og konur hughreysta...
Konur eru hamingjusamar, glaðar, ástfangnar... og þær geta gert allt þetta og fleira í einu! Annað en við karlarnir.
Konur geta haft áhugamál OG sinnt vinnunni. Ekki við karlpeningurinn, vinnan verður helst að vera okkar áhugamál!
Konur geta alið upp börn, og verið í vinnni OG hlaupið maraþon. Ég get t.d. bara hlaupið hálft maraþon!
Á síðasta ári fékk t.d. hin 17 ára Malala Yousafzay, friðarverlaun Nóbels. 17 ára. Þegar ég var 17 var mitt helsta afrek það að hafa vera kosinn "karatemaður mánaðarins"!
Konur eru framtakssamar, rómantískar...Brosmildar, blíðlindar, brjóstgóðar,Konur ilma, eru kraftmiklar... heiðarlegar, mildar og góðarKonur eru tryggar og umburðarlyndar,Dökkhærðar, rauðhærðar, ljóshærðar, mjúkar og grófarærlegar, óttalausar, erfiðar ...sóðar?Hávaxnar, léttlindar, lágvaxnar,Konur eru heitar, rakar, lamandi og hlýarfagrar, fyndnar, svalar, kaldar, gamlar og nýjarKonur elda, eldast, og sumar yngjastKonur eru djarfar, sælar og súrlindar,duglegar, frábærar, ferlegar, ósyndarGrátbólgnar, grimmlindar, vergjarnar,
Konur eru elskaðar, af körlum ...og konum
Konur geta líka verið í pilsi, kjól og buxum! Við karlarnir getum eiginlega bara verið í buxum!
Svo eru konur líka menn, en menn ...eru ekki konur!
En þið losnið ekki við okkur ...því að það er ...eitthvað við ykkur!
Við skulum standa þétt saman, snúa bökum samanþví við erum öll úr saman efni, syngjum öll í sama kór:
1.Fósturlandsins Freyja,fagra Vanadís,móðir, kona, meyja,meðtak lof og prís!Blessað sé þitt blíðabros og gullið tár:þú ert lands og lýðaljós í þúsund ár! 3.Meyja! mannsins lotning,milda, svása dís!dagsins himnadrottningdýrðleg með þér rís.Lífsins ljúfu hörpuljær þú guðamál,sigur sverði snörpu,sœtleik banaskál! 2.Móðir. — Hjartahreina,himindjúpa ást,lífsins elskan eina,aldrei sem að brást!árdags engilroði,ungbarns sólarbrá,sannleiks sigurboði,signing Drottins há! 4.Kona! mannsins króna,kærleiks tign þín skín,allir englar þjónaundir merkjum þín;þótt oss sólin þrjóti,þróttur, fjör og ár:grær á köldu grjóti,góða dís! þitt tár.
Svo mæltist Matthíasi Jochumsyni í ljóðinu um Minni kvenna.
Að lokum:Ykkur; mæðrum, konum og meyjum hefjum við karlar upp glösin og mælum: ykkar skál.