Dagný er búinn að ná veikindunum úr sér, svona að mestu leyti. Mikið var hún glöð þegar hún mældist hitalaus og sá fram á að geta farið í skólann :)
Fór í foreldraviðtal með Kristínu Jóhönnu og hún er mikill fyrirmyndarnemandi og skemmtileg stelpa, sagði kennarinn :) Gaman að því...
Steinunn Anna og stelpurnar í Stjörnunni æfa af kappi fyrir keppnistímabilið sem hefst á Akureyri, föstudaginn 13. febrúar! DA DA DAMMMMM!!! Þá á pabbi einmitt afmæli :)
Drífa fór svo með Dagnýju til augnlæknis og kom í ljós að hún er með sjónskekkju! :/ Duga því ekki lengur Kolaportsgleraugun! Við fórum því til Sirrýar og Örvars í Plusminus optic og fengum ju.svakalega fín gleraugu á Dagnýju.
Framundan er svo sameiginlegt bekkjarafmæli þeirra Kristínar og Hrannar(bekkarystir) haldið í Litlu Björk. Steinunn og Stjörnustelpur sýna Under Armour föt á Crossfitleikunum ...og örugglega sitthvað fleira :)
Myndirnar voru teknar í Plusminus optic á meðan við biðum eftir nýju gleraugunum. Ég tók myndina af Dagnýju en Dagný tók hinar myndirnar af okkur Drífu og Kristínu :)
Hér er svo Dagný með nýju gleraugun:
...og hér er rós ...sem ég fékk ...frá Drífu :) <3
Engin ummæli:
Skrifa ummæli