laugardagur, 16. apríl 2016

Íslandsmót í þrepum

Kristín Jóhanna tók þátt í Íslandsmótinu í þrepum.  Síðasta skipti í 5. þrepi.  Hún stóð sig svona svakalega vel.  Var m.a. með næst hæstu einkunn í stökki og varð í 7. sæti. Búinn að bæta sig mikið og á samt enn mikið inni :)

Dags Mót Sæti Stökk Tvíslá Jafnvægisslá Gólfæfingar Samtals
16.4.2016 Íslandsmót í þrepum, 5. þrep 7 15.900 15.034 14.367 15.000 60.301
5.3.2016 Bikarmót FSÍ 35 15.100 14.050 13.967 14.243 57.351
6.2.2016 Þrepamót FSÍ
30
15.434
13.300
12.734
13.000
54.468
30.01.2016 Innanfélagsmót Björk
5
15,000
15,500
14,000
12,400
56,900

Einnig fréttum við í dag að Kristín Jóhanna komst áfram í leikaraprufum Bláa hnattarins en því miður ekki hún Dagný okkar.










sunnudagur, 10. apríl 2016

Prufur í Borgarleihúsinu

Stelpurnar fóru í dag(í sitthvoru lagi) í prufur fyrir Bláa hnöttinn í Borgarleikhúsinu.  Þær þurftu að dansa og syngja.  Höfðu gaman af og verður fróðlegt að sjá hvernig fer.  Rúmlega 1300 krakkar tóku þátt í þessum prufum en aðeins 22 munu komast að.

laugardagur, 9. apríl 2016

Bláfjallahringurinn hjólaður

Hjólaði Bláfjallahringinn í dag með WOW liði Novomatic.  Svaka gott veður en snjór og drulla á leiðinni :/





miðvikudagur, 6. apríl 2016

Stelpurnar skrá sig í leikritaprufur

Fór með stelpunum í dag í Borgarleikhúsið þar sem þær skráðu sig í prufur fyrir leikritið Sagan af Bláa hnettinum.  Það gekk nánast eins og í sögu og við biðum ekki nema í u.þ.b. 45 mínútur í röð :)  Þær fara svo í sjálfar prufurnar á sunnudaginn næsta.

laugardagur, 2. apríl 2016

Nemendasýning WC Dansstúdíó

Steinunn hefur verið að dansa hjá World Class Dansstúdíó undanfarna mánuði og nú var lokasýning námskeiðsins.  Svaka flott :)