laugardagur, 17. október 2020

Hótel Húsafell og Giljaböðin

Í skjóli nætur læddumst við Drífa út í Súbarúinn og heldum sem leið lá úr bænum. Ferðinni var heitið frá covid veseni höfuðborgarinnar og til sælunnar í Húsafelli, Hótel Húsafelli :) Skáluðum í freiðivíni í bleikri flösku, svona í tilefni bleika dagsins og hentum í nett fjar-partý með HS og PP. 

Fórum í göngu upp Bæjargilið og þurftum svo að hlaupa niður til að ná rútunni í Giljaböðin :) Einstaklega skemmtileg upplifun og sannarlega hægt að mæla með Giljaböðunum.













Engin ummæli: