miðvikudagur, 26. mars 2008

Komin heim til Íslands


Okkur fannst erfitt að fara og skilja Arnar, Kristínu og Kjartan eftir á Tenerife þar sem Arnar liggur á gjörgæslu. Hann er samt á batavegi eftir aðgerð sem gerð var á mánudag. Við lentum á Kef 15.30 og erum að verða komin í Hf. Meira síðar

Gúdden morgen Danmark


Hitastigið hefur hrapað dramatískt hjá okkur í ferðinni. Svona var útsýnið hjá okkur í morgun.

þriðjudagur, 25. mars 2008

LENT!


Í kóngsins Köbenhavn

Komin út á völl á Tene


Á leið til Köben

Síðasta rennibrautarferðin í Mini Landi


Við fljúgum á eftir til Köben og svo 'heim til Búðardals' á morgun! ...ok, heim til Hafnarfjarðar:-)

mánudagur, 24. mars 2008

Zzz zzz zzz... ... ...



Tími fyrir ÍÍÍS...



Höldum niður á strönd



Ein nývöknuð


Góðan daginn! :-)

Þetta er síðasti dagurinn okkar á Tenerife. Við fljúgum reyndar til Danmerkur á morgun og svo til Íslands á miðvikudaginn.

sunnudagur, 23. mars 2008

GLEÐILEGA PÁSKA


Búið að finna öll páskaegg og útlit fyrir mikið nammiát framundan hjá yngri kynslóðinni.Eldri kynslóðin, karlkyns, hlakkar hins vegar til fótboltans framundan: Man.Utd vs. L'pool.

laugardagur, 22. mars 2008

Krakkarnir skreyta pappapáskaegg


Sem verða vel falin í fyrramálið, þ.e. á páskadag, full af nammi. Krakkarnir leita síðan og finna og allir fá þá eitthvað fallegt! Í það minnsta ...nammi.

Þóra Sigrún


Með sárabindi um höfuðið. Myndin var tekin í gær eftir að hún datt við sundlaugina. Sauma þurfti þrjú spor!

Arnar er enn á sjúkrahúsi og þarf a.m.k. að vera aðra nótt undir eftirliti.

'Í leit að hvíta tígrisdýrinu'


...sem fannst ekki þrátt fyrir ítarlega leit í Loro Park.

Dýragarðshópurinn


Nýbúinn á skemmtilegri háhyrningasýningu.

Í dag förum við í dýragarðinn 'Loro Park'


Stelpurnar skoða kort af svæðinu.

föstudagur, 21. mars 2008

''ÉG ER EKKI ÞREYTT!''


Sagði Dagný Lilja u.þ.b. sekúndubroti áður en hún lagðist á koddann og steinsofnaði.

Krakkarnir


Á myndina vantar Arnar Kjartansson, sem lenti í Karting 'krassi' og þurfti á sjúkrahús, og Þóru Sigrúnu Kjartanssdóttur, sem datt við laugina og fékk gat á hausinn og þurfti einnig læknisaðstoð!

Meira síðar!!

Karting dagur í dag


Fórum í Kart sem endaði með því að Arnar keyrði útúr braut og fékk stýrið í bringuna. Fór síðan til læknis til skoðunar. Meira síðar.

fimmtudagur, 20. mars 2008

Stelpurnar með söngvurunum á Sunwing


Hér eru frábærir söngvarar sem skemmta á hverju kvöldi. Við erum í miklu uppáhaldi hjá þeim eftir að Svanur vann á Eurovisionkvöldinu.

Lesefnið hans og hennar


...og fleiri fjörefni!

Dagný Lilja og Kristín Jóhanna



Það er gott að borða ís


Það finnst Kristínu Jóhönnu

Teygjuhopp


Steinunn Anna

þriðjudagur, 18. mars 2008

Í Mini Golfi


Arnar sýnir þrumutakta

Greyið Steinunni haldið inni í dag...


...var ferlega slöpp, með hita og verki. En er öll að jafna sig eins og sjá má, þökk sé PlayStation herberginu á hótelinu!

mánudagur, 17. mars 2008

Yngri systur komnar í sund


Sú elsta er inni í dag vegna of-mikillar-sólar í gær á ströndinni. Það voru reyndar nokkrir sem brunnu 'lítillega'!

sunnudagur, 16. mars 2008

laugardagur, 15. mars 2008

fimmtudagur, 13. mars 2008

80's show á hótelinu



Feðgin í göngutúr


Fórum með stelpurnar til læknis fyrr í dag og fengum lyf fyrir þær. KJ er með bronkítis en DL er OK fyrir utan smá kvef og hósta.

þriðjudagur, 11. mars 2008

Loro Show Comares


Stelpurnar mættar á páfagaukasýningu á hótelinu okkar.