Okkur fannst erfitt að fara og skilja Arnar, Kristínu og Kjartan eftir á Tenerife þar sem Arnar liggur á gjörgæslu. Hann er samt á batavegi eftir aðgerð sem gerð var á mánudag. Við lentum á Kef 15.30 og erum að verða komin í Hf. Meira síðar
Búið að finna öll páskaegg og útlit fyrir mikið nammiát framundan hjá yngri kynslóðinni.Eldri kynslóðin, karlkyns, hlakkar hins vegar til fótboltans framundan: Man.Utd vs. L'pool.
Sem verða vel falin í fyrramálið, þ.e. á páskadag, full af nammi. Krakkarnir leita síðan og finna og allir fá þá eitthvað fallegt! Í það minnsta ...nammi.
Á myndina vantar Arnar Kjartansson, sem lenti í Karting 'krassi' og þurfti á sjúkrahús, og Þóru Sigrúnu Kjartanssdóttur, sem datt við laugina og fékk gat á hausinn og þurfti einnig læknisaðstoð!