Anna Gísla, tengdó, hélt í dag afmælisboð. Hún verður áttræð 15. mars.
laugardagur, 27. febrúar 2016
þriðjudagur, 23. febrúar 2016
Sony ljósmyndakynning hjá Nýherja
Brá mér á smá ljósmyndakynningu í Nýherja þar sem nýja Sony a6300 var kynnt ásamt nýrri linsulínu; G-MASTER ...allt vooooða flott og fínt :) ...og voða voða fínt slógan: "Tomorrow's lenses today, from Sony" Ú je! Kynnirinn var danskur og talaði á ensku. Mér fannst sérstaklega skemmtilegt hvernig hann bar fram enska orðið "comparison" ...áherslan var ekki á 'pa' ...heldur 'ri': compaRIson :) Skrýtið og skemmtilegt :P

laugardagur, 20. febrúar 2016
NLS Rotten Food Festival
sunnudagur, 14. febrúar 2016
laugardagur, 13. febrúar 2016
Afmæli Kalla afa pabba :)
föstudagur, 12. febrúar 2016
Í hjarta Hróa Hattar ...ha haaa haaaaa aaaaaa aaaa
Í dag fórum við í leikhús, Þjóðleihús, til að sjá leikritið Í hjarta Hróa Hattar. Jóhanna 'amma' mamma gaf okkur öllum þessa leikhúsferð í jólagjöf. Leikritið var algerlega frábært, skemmtilegt. Stelpurnar fengu svo mynd af sér á eftir með Sölku Sól, en hún sá um tónlist leikritsins. Nilli fimleikaþjálfari lék í leikritinu og tók m.a. heljarstökk ofan af háum palli :P Gói fór á kostum og 'Jóhann prins' karakterinn líka :) ...haa haaaa haaaaa haaaaa aa a aaaaaaaaaa...
Mætt í Þjóleikhúsið |
Dagný Lilja, Salka Sól og Kristín Jóhanna |
mánudagur, 8. febrúar 2016
Tannlæknadagurinn mikli
Já, eftir að hafa frestað tannlæknatímum stelpnanna sitt á hvað og hvað eftir annað, eins og allir gera jú alltaf! Er það ekki? Þá endaði það nú svo bara fyrir tilviljun að allar stelpurnar áttu allar tíma sama dag hjá Tannsaranum, henni Elvu. Ferðin var nú svosem ekki í frásögur færandi, "engar holur" og solleis :) Stelpurnar, hinar yngri, fengu smá flúor á tennurnar og fannst það nú frekar "ógeðslegt" eins og þær sögðu.
Engar myndatökur voru leyfðar á tannlæknastofunni, nema af tönnum :P *djók*
Engar myndatökur voru leyfðar á tannlæknastofunni, nema af tönnum :P *djók*
Þessi mynd var ekki tekin á tannlæknastofunni! Þetta er Kristín, að borða spælegg! |
sunnudagur, 7. febrúar 2016
Með Dagnýju á handboltamót
laugardagur, 6. febrúar 2016
Þrepamót FSÍ
Í dag fórum við á Þrepamót FSÍ þar sem Kristín Jóhanna keppti í 5. þrepi. Við mættum í Ármannshúsið of-mikið-klædd :) Kristín og vinkonur í Björk stóðu sig mjög vel. Kristínu gekk aftur best í stökkinu. Á gólfi er hún ekki alveg kominn með öll moment og faær því ekki aaalveg eins hátt þar.
Dags | Mót | Sæti | Stökk | Tvíslá | Jafnvægisslá | Gólfæfingar | Samtals |
---|---|---|---|---|---|---|---|
6.2.2016 | Þrepamót FSÍ | 30 | 15.434 | 13.300 | 12.734 | 13.000 | 54.468 |
30.01.2016 | Innanfélagsmót Björk | 5 | 15,000 | 15,500 | 14,000 | 12,400 | 56,900 |
Hlín gefur Kristínu góðar ráðleggingar fyrir gólfæfingarnar. |
miðvikudagur, 3. febrúar 2016
Augnlæknirinn
þriðjudagur, 2. febrúar 2016
Foreldraviðtöl ...tal
Frí í Víðó í dag vegna foreldravitala. Vegna meiðsla sem kennari Dagnýjar varð fyrir þá verður hennar viðtal síðar. Við Kristín hittum því hennar kennara. Við erum nú svo heppnin að ávalt hafa stelpurnar okkar fengið afbragðs umsagnir frá kennurunum sínum og það breyttist lítið núna. Kristín stendur sig vel og yfir engu að kvarta :P
Að loknu viðtali fórum við, ásamt Dagnýju, beinustu leið á Skalla og fengum okkur ís, enda þriðjudagur og 2-fyrir-1 tilboð í gangi :)

Að loknu viðtali fórum við, ásamt Dagnýju, beinustu leið á Skalla og fengum okkur ís, enda þriðjudagur og 2-fyrir-1 tilboð í gangi :)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)