Bóndadagurinn var á föstudaginn og eins og ávalt merkir hann upphaf Þorra með tilheyrandi Þorrablótum. Í okkar vinahópi hefur verið haldið Þorrablót síðan ...síðan ...síðan ...ja, síðan það fyrsta var haldið ...eru liðin mörg ár! Ávalt mjög skemmtilegt og í ár var engin breyting :) Iðulega er ákveðin þema, dæmi: 'konunglega þorrablótið' og 'pönk þorrablótið' en núna: 'persónulega þorrablótið' :) Allir áttu t.d. að setja saman persónulegt ljóð og hér kemur mín útgáfa, Lítið um stuðla og höfuðstafi í þetta skipti, meira svona 'nútímabruðl' eitthvað :P
Ég, persónulega
Ég vakna, kvalinnMót
Ég fer út, valinn
útvalinn
Ég er súr, ég er sætur
ég er súrsætur.
Ég er á, ég er Valur
ávalur
svalur
Ég er á, kannski lækur
sprækur
Ég fer heim,vanur
heimsvanur
Svanur
maður
sofnar
glaður
Alveg eldsnemma daginn eftir vöknuðum við svo ti lað fara á fimleikamót. Má segja að 'umferð 2' sé að hefjast. Kristín Jóhanna að fara á Innanfélagsmót í Björk í 5. þrepi. Henni gekk alveg prýðilega vel og varð í 5. sæti :) Keppti í nýjum fimleikabol sem hún fékk í afmælisgjöf frá ömmu og afa á Krókahrauni.
Myndavélin var að sjálfsögðu tekin með á blótið og mótið. Allar teknar á 50mm prime f/1.8 Sony linsu.