mánudagur, 26. janúar 2015

Þorrablót og fimleikamót

Blót
Bóndadagurinn var á föstudaginn og eins og ávalt merkir hann upphaf Þorra með tilheyrandi Þorrablótum.  Í okkar vinahópi hefur verið haldið Þorrablót síðan ...síðan ...síðan ...ja, síðan það fyrsta var haldið ...eru liðin mörg ár! Ávalt mjög skemmtilegt og í ár var engin breyting :)  Iðulega er ákveðin þema, dæmi: 'konunglega þorrablótið' og 'pönk þorrablótið' en núna: 'persónulega þorrablótið' :)  Allir áttu t.d. að setja saman persónulegt ljóð og hér kemur mín útgáfa, Lítið um stuðla og höfuðstafi í þetta skipti, meira svona 'nútímabruðl' eitthvað :P
Ég, persónulega 
Ég vakna, kvalinn
Ég fer út, valinn
útvalinn
Ég er súr, ég er sætur
ég er súrsætur.
Ég er á, ég er Valur
ávalur
svalur
Ég er á, kannski lækur
sprækur
Ég fer heim,vanur
heimsvanur
Svanur
maður
sofnar
glaður
Mót
Alveg eldsnemma daginn eftir vöknuðum við svo ti lað fara á fimleikamót.  Má segja að 'umferð 2' sé að hefjast.  Kristín Jóhanna að fara á Innanfélagsmót í Björk í 5. þrepi.  Henni gekk alveg prýðilega vel og varð í 5. sæti :) Keppti í nýjum fimleikabol sem hún fékk í afmælisgjöf frá ömmu og afa á Krókahrauni.

Myndavélin var að sjálfsögðu tekin með á blótið og mótið. Allar teknar á 50mm prime f/1.8 Sony linsu.













fimmtudagur, 22. janúar 2015

Kristín Jóhanna afmælisstelpa: 9 ára :)

Hún Kristín Jóhanna okkar er 9 ára í dag.  Hún fékk auðvita 'óvæntan' sérpantaðan morgunmat í rúmið eins og lög gera ráð fyrir á Laufvanginum.  Hrærð egg, vöfflu með súkkulaði,  og súkkulaðiköku.  Það verður ekki af henni skafið; hún Kristín Jóhanna eeelskar súkkulaði.  Eða eins og hún segir sjálf:

"Ég elska bara súkkulaði!"









þriðjudagur, 20. janúar 2015

Helgin! Spilakvöld og Lína Langsokkur

Helgin að baki!  HM í handbolta byrjað ...og ekki það vel, gæti ég bætt við.  Sk*ttöpuðum fyrir Svíum í fyrsta leik en náðum okkur svo á strik gegn Alsír í næsta leik eftir að hafa lent 0 - 6 undir.  Næst á dagskránni: Frakkland ...oh my ...Oh mon dieu!

Kíktum smá í Kolaportið! Aftur! Dagný vildi endilega kíkja á gleraugu, og fann sér og fékk rauð :) Keyptum auðvitað Selfoss fladdara í leiðinni ...og kleinupoka! Já og súrmat!  Nú er þorrinn á næsta leiti með tilheyrandi súrindum

Á laugardagskvöldinu fór ég í ......á ... ...kallakvöld ....eða ...Flollafund :) Þ.e.a.s. við hittumst af og til Flollarnir. Í upphafi, þ.e. á haustmánuðum árið 2008, var það reyndar þrisvar í viku í CrossFit Sport þar sem við WODuðum grimmt undir styrkri stjórn Leifs Geirs.  Í seinni tíð hefur hittingurinn að mestu leiti einskorðast við sumarbústaði hér og þar á landinu og ...ja, það er eitthvað minna WOD-að en var þarna til að byrja með.  Hittingurinn á laugardaginn var reyndar alsaklaust spilakvöld þar sem tekið var í Bezzerwizzer og Robo Rally svo eitthvað sé nefnt.

Ég tók nokkrar portrait myndir í leiðinni,  á eftir að vinna myndirnar eitthvað og birti síðar.  Er bara að spekúlera í hvaða forrit maður eigi að nota í svona myndvinnslu! Photoshop? Lightroom? Eða eitthvað annað? Éveidiggi!

Á sunnudeginum fórum við svo á Línu Langsokk með ömmu Jóhönnu.  Við hittum Þrúði frænku og Emmu ömmubarn Friðjóns og Hrefnudóttur á sýningunni og allir skemmtu sér konunglega :)

Dagný Lilja

 Súrmatur, súrmatur...

 Robo Rally...

 Kristín, Dagný og Jóhanna amma

 Emma Friðjónsdóttir

Frænkurnar: Dagný, Kristín og Emma
....og Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsímunda Efraímsdóttir Langsokkur


Hurru, mánudagurinn maður! Ekki fór betur en svo að ég komst ekki á æfingu í hádeginu.  Ætlaði því að taka 'létta' æfingu með framhaldi um kvöldið! Nei nei, er ekki bara Fran, "vinkona" mín á dagskránni!  Og talandi um CrossFit árið 2008, þá tók maður sína fyrstu Fran, framkvæmdin sjálf tók náttúrulega heila elífð, nema hvað, þegar ég átti eina upphífur eftir þá fékk ég KRAMPA í hægri kálfann ...rétt náði að stíga á kassa og svo niður á gólf ...og þá fékk ég KRAMPAí vinstri kálfann!  Einhvernvegin náði ég að keyra heim og varsvo örugglega jafn lengi, eða lengur, að ganga frá bílnum og inn!  Sjón sem hún Drífa mín gleymir væntanlega aldrei! :) 

fimmtudagur, 15. janúar 2015

Meiri fimleikar ...en bara fundur í þetta skiptið

Fimleikafundur í Stjörnunni: komandi keppnistímabil hjá Steinunni og vinkonum í  hópfimleikunum ...verður keppnis :) Einnig er æfingaferð til Ítalíu.  Foreldrar mega koma með! Keppnis. ...heppnis?   En ætli við verðum ekki bara heima :P


Útsýnið út um fundargluggann.

miðvikudagur, 14. janúar 2015

Fimleikar! ...svona fullorðins

Jebb, ég fór í fimleikatíma í dag ...svona fullorðins fimleikatíma.  Það var opinn prufutími og mætingin var rosaleg ...hátt í 40 manns held ég.  Ég er sem sé rétt að ná mér núna(skrifað tveim dögum síðar) eftir alla kollhnísana kollhnísana kollhnísana kollhnísana kollhnísana og standa-á-höndum-og-kollhnís, standa-á-höndum-og-kollhnís, standa-á-höndum-og-kollhnís og handahlaup, handahlaup, handahlaup, handahlaup, handahlaup, handahlaup og flikk fram og aftur, flikk, flikk, flikk og hoppa hoppa hoppa hoppa hoppa hoppa hoppa á trampólini og ....ég fékk bara sjóriðu held ég ...kom örugglega grænn í framan heim!
Se vei mér þá ...


Þessi mynd tengist mínu hoppi ekki neitt.  Er af meistarahópi Stjörnunnar í hópfimleikum.
Myndin var tekin á ljósopi F5,6.  Hraðinn: 1/1250. ISO: 25600

þriðjudagur, 13. janúar 2015

Út að hlaupa

Fór út að hlaupa í hádeginu í dag með BwRunners. Það er hlaupahópurinn okkar í vinnunni.  Hópurinn fer iðulega 2. - 3. í viku út að hlaupa, Löng hlaup, stutt hlaup, spretti, tröppur og brekkur og fleira skemmtilegt.

Ég finn það eftir mitt meiðsla'frí' að ég á smá í land með að ná fyrra formi ...en það kemur :)

mánudagur, 12. janúar 2015

EMOM42! Hvað?

Jebb, maður er að reyna að koma sér í form eftir að hafa hlaupið pínu yfir sig síðasta sumar.  Fékk hásinabólgu og ekkert hlaupið í hálft ár!  En er búinn að fara núna sirka 3 - 4 skipti.  Hef líka farið í CrossFit Sport að lyfta og WOD-a.  NEMA HVAÐ, í hádeginu í dag var EMOM 42! Sjii, fyrir þá sem ekki vita þá eru gerðar æfingar á hverri mínútu á ákveðinn tíma, þ.e: Every Minute On The Minute í 42 mínútur. Vanalega eru EMOM kannski svona 8 eða 12 eða eitthvað ...en boj ó boj ...ekki 42 :) Komst þó lifandi frá þessu t.d. þrátt fyrir að "uppáhalds" æfingin *HÓST*wallball*HÓST* hafi verið á meðal æfinganna  ...he he!

Talandi um CrossFit, þá á eg alveg eftir að prófa að taka 'íþróttamyndir' á nýju vélina.  Hef verið að skoða ýmis YouTube myndbönd um vélina og hvernig er hægt að stilla hana fram og til baka.  Það er hægt að sérsníða hana á alla kanta.  Tek hana með á einhverja æfinguna og smelli af nokkrum myndum.  Svo er Kristín Jóhanna líka að taka þátt í fimleikamóti eftir hálfan mánuð og þar verður vélin brúkuð :)


Þessi mynd var tekin af stelpunum að skoða allar gömlu myndirnar á þessu bloggi, eins og t.d. þessa :)

Hey! Svo skráðum við hjónin okkur sem sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikana sem haldnir verða hér á landi í sumar.  Drífa hefur t.d. unnið á NM, EM og HM og nú bætast kannski smáþjóðaleikar við!

sunnudagur, 11. janúar 2015

Við á viðurkenningarhátíð Garðabæjar

Í dag var athöfn í Ásgarði í Garðabæ ...íþróttahúsinu þ.e.a.s. :)  Þar voru valdir íþróttakarl og íþróttakona ársins ásamt liði ársins.  Allt úr knattspyrnunni, enda frábært ár hjá Garðabænum hvað það varðar.  Við fimleikaforeldrarnir erum auðvitað mjög ánægð með okkar lið, unglingaliðið í hópfimleikum.  Þær unnu öll mót sem þau tóku þátt í hér innanlands og urðu í fjórða sæti á Norðurlandamótinu, sem var reyndar líka haldið í Ásgarði í Garðabæ :)  Steinunn okkar fékk viðurkenningar fyrir sína þátttöku með liði Stjörnunnar og einni fyrir þáttöku og góðan árangur með unglingalandsliðinu í hópfimleikum.



Annars er ég að skoða þá möguleika sem í boði eru á netinu fyrir að geyma myndir.  Eigandi Sony vél á sá ég að þeir bjóða upp á e-ð sem heitir Play Memories. Virkar pínu flott þegar maður er búinn að skrá sig inn, en samt pínu glaðat :/   Þá fór ég að setja myndir inn á Flickr accountinn minn sem ég er búinn að eiga ónotaðann í langan tíma.  En svo rakst ég á nýtt(fyrir mér allavegana) sem heitir This Life og er frá þeim sömu og eru með Shutterfly.  ThisLife getur importað myndum frá facebook, flickr, picasa, google og Instagram, raðað eftir tímaröð, maður getur taggað, face reckognition og það er hægt að hafa joint account, t.d. með maka.

Núna eru þeir að gefa free account fyrir fyrstu 2500 myndirnar.  Þannig að ég ákvað að prufa.  Importaði frá öllum hinum þjónustunum mínum og endaði með rúmlega 4800 myndir! Sjiii...  Gat reyndar fækkað þeim umtalsvert(meðan ég fylgdist með *HÓST*frekarömurlegum*HÓST* leik í enska boltanum :(

Allavegana, til að enda þetta á góðu nótunum þá lofar þetta ThisLife dæmi bara góðu við fyrstu  sýn :)

laugardagur, 10. janúar 2015

Kolaportið

Hvert fer maður ef þörf er á að kaupa flatkökur? Nú! Í Kolaportið :) Þangað héldum við, keyptum Selfoss flatkökur, skoðuðum gleraugu og keyptum.  Ég tók að sjálfögðu nýja gæludýrið mittt með; Sony A6000 til að taka nokkrar myndir í portinu svona 'street photography' style. Nokkrar hér og fleiri  á Flickr.












föstudagur, 9. janúar 2015

Góðan daginn!



Ansi lengi hefur þetta blogg legið í dvala ...eða síðan 8. ágúst 2009 þegar var popp og kósý.  Og nú er 9. janúar 2015!  Stelpurnar eru orðar aðeins stærri ...og gott ef ekki poppskálarnar líka :)

En ástæða þess að bloggið er að vakna til lífsins á ný er sú að ég fékk mér gasalega fína myndavél um daginn og ætla því að vera duglegur að henda hingað inn myndum.  Helst einni á dag #svacamera! Byrjum á þessari sjálfsmynd.

Annars bar helst til tíðinda í dag að ég fór ásamt Ragga og Evu í vinnunni (og fleirum ekki-í-vinnunni) á 'Laugavegshlaupafund' í boði Ingvars Hjálmars., fyrrverandi Betwarian, þar sem settur var á laggirnar nokkur konar stuðningshópur nokkurra duglegra hlaupara sem stefna á Laugaveginn í sumar.

Ég hef reyndar verið mjög misduglegur við að hlaupa undanfarið þar sem hásin og hæll og allskyns væl hafa verið til trafala.  En það er allt á batavegi. EHAGGI? :)