þriðjudagur, 20. janúar 2015

Helgin! Spilakvöld og Lína Langsokkur

Helgin að baki!  HM í handbolta byrjað ...og ekki það vel, gæti ég bætt við.  Sk*ttöpuðum fyrir Svíum í fyrsta leik en náðum okkur svo á strik gegn Alsír í næsta leik eftir að hafa lent 0 - 6 undir.  Næst á dagskránni: Frakkland ...oh my ...Oh mon dieu!

Kíktum smá í Kolaportið! Aftur! Dagný vildi endilega kíkja á gleraugu, og fann sér og fékk rauð :) Keyptum auðvitað Selfoss fladdara í leiðinni ...og kleinupoka! Já og súrmat!  Nú er þorrinn á næsta leiti með tilheyrandi súrindum

Á laugardagskvöldinu fór ég í ......á ... ...kallakvöld ....eða ...Flollafund :) Þ.e.a.s. við hittumst af og til Flollarnir. Í upphafi, þ.e. á haustmánuðum árið 2008, var það reyndar þrisvar í viku í CrossFit Sport þar sem við WODuðum grimmt undir styrkri stjórn Leifs Geirs.  Í seinni tíð hefur hittingurinn að mestu leiti einskorðast við sumarbústaði hér og þar á landinu og ...ja, það er eitthvað minna WOD-að en var þarna til að byrja með.  Hittingurinn á laugardaginn var reyndar alsaklaust spilakvöld þar sem tekið var í Bezzerwizzer og Robo Rally svo eitthvað sé nefnt.

Ég tók nokkrar portrait myndir í leiðinni,  á eftir að vinna myndirnar eitthvað og birti síðar.  Er bara að spekúlera í hvaða forrit maður eigi að nota í svona myndvinnslu! Photoshop? Lightroom? Eða eitthvað annað? Éveidiggi!

Á sunnudeginum fórum við svo á Línu Langsokk með ömmu Jóhönnu.  Við hittum Þrúði frænku og Emmu ömmubarn Friðjóns og Hrefnudóttur á sýningunni og allir skemmtu sér konunglega :)

Dagný Lilja

 Súrmatur, súrmatur...

 Robo Rally...

 Kristín, Dagný og Jóhanna amma

 Emma Friðjónsdóttir

Frænkurnar: Dagný, Kristín og Emma
....og Sigurlína Rúllugardína Nýlendína Krúsímunda Efraímsdóttir Langsokkur


Hurru, mánudagurinn maður! Ekki fór betur en svo að ég komst ekki á æfingu í hádeginu.  Ætlaði því að taka 'létta' æfingu með framhaldi um kvöldið! Nei nei, er ekki bara Fran, "vinkona" mín á dagskránni!  Og talandi um CrossFit árið 2008, þá tók maður sína fyrstu Fran, framkvæmdin sjálf tók náttúrulega heila elífð, nema hvað, þegar ég átti eina upphífur eftir þá fékk ég KRAMPA í hægri kálfann ...rétt náði að stíga á kassa og svo niður á gólf ...og þá fékk ég KRAMPAí vinstri kálfann!  Einhvernvegin náði ég að keyra heim og varsvo örugglega jafn lengi, eða lengur, að ganga frá bílnum og inn!  Sjón sem hún Drífa mín gleymir væntanlega aldrei! :) 

Engin ummæli: