sunnudagur, 11. janúar 2015

Við á viðurkenningarhátíð Garðabæjar

Í dag var athöfn í Ásgarði í Garðabæ ...íþróttahúsinu þ.e.a.s. :)  Þar voru valdir íþróttakarl og íþróttakona ársins ásamt liði ársins.  Allt úr knattspyrnunni, enda frábært ár hjá Garðabænum hvað það varðar.  Við fimleikaforeldrarnir erum auðvitað mjög ánægð með okkar lið, unglingaliðið í hópfimleikum.  Þær unnu öll mót sem þau tóku þátt í hér innanlands og urðu í fjórða sæti á Norðurlandamótinu, sem var reyndar líka haldið í Ásgarði í Garðabæ :)  Steinunn okkar fékk viðurkenningar fyrir sína þátttöku með liði Stjörnunnar og einni fyrir þáttöku og góðan árangur með unglingalandsliðinu í hópfimleikum.



Annars er ég að skoða þá möguleika sem í boði eru á netinu fyrir að geyma myndir.  Eigandi Sony vél á sá ég að þeir bjóða upp á e-ð sem heitir Play Memories. Virkar pínu flott þegar maður er búinn að skrá sig inn, en samt pínu glaðat :/   Þá fór ég að setja myndir inn á Flickr accountinn minn sem ég er búinn að eiga ónotaðann í langan tíma.  En svo rakst ég á nýtt(fyrir mér allavegana) sem heitir This Life og er frá þeim sömu og eru með Shutterfly.  ThisLife getur importað myndum frá facebook, flickr, picasa, google og Instagram, raðað eftir tímaröð, maður getur taggað, face reckognition og það er hægt að hafa joint account, t.d. með maka.

Núna eru þeir að gefa free account fyrir fyrstu 2500 myndirnar.  Þannig að ég ákvað að prufa.  Importaði frá öllum hinum þjónustunum mínum og endaði með rúmlega 4800 myndir! Sjiii...  Gat reyndar fækkað þeim umtalsvert(meðan ég fylgdist með *HÓST*frekarömurlegum*HÓST* leik í enska boltanum :(

Allavegana, til að enda þetta á góðu nótunum þá lofar þetta ThisLife dæmi bara góðu við fyrstu  sýn :)

Engin ummæli: