Jebb, maður er að reyna að koma sér í form eftir að hafa hlaupið pínu yfir sig síðasta sumar. Fékk hásinabólgu og ekkert hlaupið í hálft ár! En er búinn að fara núna sirka 3 - 4 skipti. Hef líka farið í CrossFit Sport að lyfta og WOD-a. NEMA HVAÐ, í hádeginu í dag var EMOM 42! Sjii, fyrir þá sem ekki vita þá eru gerðar æfingar á hverri mínútu á ákveðinn tíma, þ.e: Every Minute On The Minute í 42 mínútur. Vanalega eru EMOM kannski svona 8 eða 12 eða eitthvað ...en boj ó boj ...ekki 42 :) Komst þó lifandi frá þessu t.d. þrátt fyrir að "uppáhalds" æfingin *HÓST*wallball*HÓST* hafi verið á meðal æfinganna ...he he!
Talandi um CrossFit, þá á eg alveg eftir að prófa að taka 'íþróttamyndir' á nýju vélina. Hef verið að skoða ýmis YouTube myndbönd um vélina og hvernig er hægt að stilla hana fram og til baka. Það er hægt að sérsníða hana á alla kanta. Tek hana með á einhverja æfinguna og smelli af nokkrum myndum. Svo er Kristín Jóhanna líka að taka þátt í fimleikamóti eftir hálfan mánuð og þar verður vélin brúkuð :)
Þessi mynd var tekin af stelpunum að skoða allar gömlu myndirnar á þessu bloggi, eins og t.d. þessa :)
Hey! Svo skráðum við hjónin okkur sem sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikana sem haldnir verða hér á landi í sumar. Drífa hefur t.d. unnið á NM, EM og HM og nú bætast kannski smáþjóðaleikar við!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli