Ansi lengi hefur þetta blogg legið í dvala ...eða síðan 8. ágúst 2009 þegar var popp og kósý. Og nú er 9. janúar 2015! Stelpurnar eru orðar aðeins stærri ...og gott ef ekki poppskálarnar líka :)
En ástæða þess að bloggið er að vakna til lífsins á ný er sú að ég fékk mér gasalega fína myndavél um daginn og ætla því að vera duglegur að henda hingað inn myndum. Helst einni á dag #svacamera! Byrjum á þessari sjálfsmynd.
Annars bar helst til tíðinda í dag að ég fór ásamt Ragga og Evu í vinnunni (og fleirum ekki-í-vinnunni) á 'Laugavegshlaupafund' í boði Ingvars Hjálmars., fyrrverandi Betwarian, þar sem settur var á laggirnar nokkur konar stuðningshópur nokkurra duglegra hlaupara sem stefna á Laugaveginn í sumar.
Ég hef reyndar verið mjög misduglegur við að hlaupa undanfarið þar sem hásin og hæll og allskyns væl hafa verið til trafala. En það er allt á batavegi. EHAGGI? :)
1 ummæli:
gaman að sjá þig kæri frændi ofur langt síðan ég hef lesið blogg hjá nokkrum :-)
nýjárs kveðjur
Guðbjört og dætur
Skrifa ummæli