Fórum á markaðinn þar sem eitt og annað var keypt eftir mismikil prútt. Héldum svo á flugvöllinn og flugum heim. Frábær ferð að lokum komin...
laugardagur, 26. mars 2016
föstudagur, 25. mars 2016
Rok, rólegheit og tívolí
Rok rok. Stelpurnar, Drífa og Steinunn Anna, vöknuðu snemma til að fara með Önnu Vilborgu, Rúnari og Emelíu í búðarferð til Las Palmas. Vel hálfnaðar fóru þær að spá í hvort búðir væru yfirleitt opnar, þar sem það væri nú föstudagurinn laaangi! Jú, það kom á daginn, þeim var sagt að allar búðir væru lokaðar þennan dag! Illt í efni. Þær fóru því að skoða sig um, fóru í messu og svoleiðis. En fyrir eitthvað kraftaverk fundu þær einhvern búðarklasa þar sem opnar voru verslanir
svo viti menn. Allir gátu eitthvað keypt :)
Við hin, Dagný, Kristín og ég tókum deginum rólega. Morgunmatur eins og venjulega, utan þess að við smygluðum út eins og tveim formkökusneiðum. Röltum svo upp á hótel til Önnu og Flosa og gáfum þeim að smakka. Líkaði þeim auðvitað vel. Stelpurnar voru eitthvað svo þreyttar að
við vorum þar bara í mikilli leti.
Lilli og Beta komu einnig í heimsókn til þeirra sem og Kjartan og Kristín. Nanna Dís kom svo til að leika við yngri systurnar. Ég fór með þeim niður að strönd og þær léku sér þar í sjónum. Það var nú heldur hvasst.
Ég lagðist nú niður við nokkurs konar steingerðan varnargarð með reyfarann 'Run' eftir James Patterson. Þegar svo ég sá einhvern íbúann trítla rétt hjá hausnum á mér ...og þá er ég að tala um einhverja rottuna! Þá ákvað ég bara að tími væri kominn til að fara heim á hótel :) Stelpurnar voru alveg til í það og héldu áfram að leika í sundlaugargarðinum.
Um kvöldið fórum við svo aftur í Yumbo center þar sem við snæddum kvöldmat, ýmist pizzu eða nautalundir, sjálfur fékk ég mér risa T-Bone steik. Að því loknu fórum við fjölskyldan í tívolí; Holiday World, og Nanna Dís kom með. Það var farið í rúsíbana, parísarhjól, eitthvað annað 'hjól', sem Steinunn og Dagný fóru í allsvaaakalegt. Einhverskonar rólubát, fallturn og að lokum hina bráðfyndnu El Toros naut :) Okkur fannst mjög fyndið að horfa á stelpurnar hristast á platnautum :D Síðan bara upp á hótel að pakka. Höldum heim á morgun.
svo viti menn. Allir gátu eitthvað keypt :)
Við hin, Dagný, Kristín og ég tókum deginum rólega. Morgunmatur eins og venjulega, utan þess að við smygluðum út eins og tveim formkökusneiðum. Röltum svo upp á hótel til Önnu og Flosa og gáfum þeim að smakka. Líkaði þeim auðvitað vel. Stelpurnar voru eitthvað svo þreyttar að
við vorum þar bara í mikilli leti.
Lilli og Beta komu einnig í heimsókn til þeirra sem og Kjartan og Kristín. Nanna Dís kom svo til að leika við yngri systurnar. Ég fór með þeim niður að strönd og þær léku sér þar í sjónum. Það var nú heldur hvasst.
Ég lagðist nú niður við nokkurs konar steingerðan varnargarð með reyfarann 'Run' eftir James Patterson. Þegar svo ég sá einhvern íbúann trítla rétt hjá hausnum á mér ...og þá er ég að tala um einhverja rottuna! Þá ákvað ég bara að tími væri kominn til að fara heim á hótel :) Stelpurnar voru alveg til í það og héldu áfram að leika í sundlaugargarðinum.
Um kvöldið fórum við svo aftur í Yumbo center þar sem við snæddum kvöldmat, ýmist pizzu eða nautalundir, sjálfur fékk ég mér risa T-Bone steik. Að því loknu fórum við fjölskyldan í tívolí; Holiday World, og Nanna Dís kom með. Það var farið í rúsíbana, parísarhjól, eitthvað annað 'hjól', sem Steinunn og Dagný fóru í allsvaaakalegt. Einhverskonar rólubát, fallturn og að lokum hina bráðfyndnu El Toros naut :) Okkur fannst mjög fyndið að horfa á stelpurnar hristast á platnautum :D Síðan bara upp á hótel að pakka. Höldum heim á morgun.
fimmtudagur, 24. mars 2016
Grillað hjá Önnu og Gísla í tilefni afmælis Önnu Gísla.
Sundlaugargarðurinn; Aqualand. Gaman. Afmælisveisla um kvöldið hjá Önnu og Gísla.
Grillað í garðinum. Kjúlli og nautakjöt. Gott gott. Gaman gaman.
Grillað í garðinum. Kjúlli og nautakjöt. Gott gott. Gaman gaman.
miðvikudagur, 23. mars 2016
Skokk og paella
Strönd. Hljóp 10k meðfram ströndinni :) Yumbo að kaupa afmælisgjöf fyrir Önnu. Borða þar þjóðarrét Spánverja: Paellu, sjávarrétta. ...la la
þriðjudagur, 22. mars 2016
El Tablero og appelsínuönd
Vöknuðum aðeins og seint, lentum allavegana í því að fá bara tveggja manna borð í matsalnum fyrir okkur 5! Allir fengu þó að borða, svo héldum við á ströndina þar sem buslað var í sjónum, sumir skvettu sandi yfir aðra, við litla skemmtun Steinunnar :)
Síðan fórum við í búðarferð El Tablero, þar sem við enduðum á því að kaupa eitthvað fyrir alla. Buxur og peysur og bolir og meira að segja gjafir fyrir vinkonur Dagnýjar og Kristínar.
Um kvöldið var svo tékkað við skyldumætinguna á Jade Garden þar sem snædd var hin rómaða Appelsínuönd. Hreint lostæti.
Síðan fórum við í búðarferð El Tablero, þar sem við enduðum á því að kaupa eitthvað fyrir alla. Buxur og peysur og bolir og meira að segja gjafir fyrir vinkonur Dagnýjar og Kristínar.
Um kvöldið var svo tékkað við skyldumætinguna á Jade Garden þar sem snædd var hin rómaða Appelsínuönd. Hreint lostæti.
mánudagur, 21. mars 2016
Palmitos Park og ...krókódílar
Morgunmatur. Allskonar. Héldum síðan út í sundlaugargarð. Ágætis. Sólbað og syntum í kaldri lauginni. Anna Vilborg hringdi til að bjóða okkur með í dýragarðinn, Palmitos Park. Við slógum til. Vorum reyndar búin að missa af strætó þangað og skelltum okkur því í leigubíl. Við fórum á sýningu með höfrungum, páfagaukum og ránfuglum.
Sáum allskonar dýr; apa, skjaldbökur, flamingo, fiska, slöngu o.fl. o.fl. Fengum nokkrar svona típískar túristamyndir af fjölskyldunni. Mjög gaman. Náðum svo rútunni til baka.
Um kvöldið var svo farið á El Rancho, þar sem Rúnar Örn var 17 ára þennan dag. Afmæliskvöldmatur. Fínn staður, Rúnar Örn fékk t.d. T-Bone steik sem var stærri en flestar steikur
sem maður hefur séð! Vá! Ég gerðist djarfur og fékk mér crocodilo! Krókódílakjöt. Check! Alveg þokkalegt, en ég hleyp ekki þangað aftur til fá mér annan skammt. Væri frekar til í að smakka T beinið :)
Sáum allskonar dýr; apa, skjaldbökur, flamingo, fiska, slöngu o.fl. o.fl. Fengum nokkrar svona típískar túristamyndir af fjölskyldunni. Mjög gaman. Náðum svo rútunni til baka.
Um kvöldið var svo farið á El Rancho, þar sem Rúnar Örn var 17 ára þennan dag. Afmæliskvöldmatur. Fínn staður, Rúnar Örn fékk t.d. T-Bone steik sem var stærri en flestar steikur
sem maður hefur séð! Vá! Ég gerðist djarfur og fékk mér crocodilo! Krókódílakjöt. Check! Alveg þokkalegt, en ég hleyp ekki þangað aftur til fá mér annan skammt. Væri frekar til í að smakka T beinið :)
sunnudagur, 20. mars 2016
Kanarí; svæðið kannað, skokk og móttaka
Vöknðum á undan vekjaraklukkunni og héldum svo niður í morgunmatinn. Þar var allskonar í boði. Brauð og ávextir og meira brauð og álegg og hrærð egg og djús og kaffi og harðsoðin egg og súrmjólk og pönnsur og spælegg og örugglega ýmislegt fleira. Nóg í boði sem sé.
Röltum svo niður að strönd og vorum þar smá stund. Fengum okkur ís á leiðinni, Kristín Jóhanna var svo óheppin að missa sinn í götuna en fékk annan alveg ókeypis. Eðlur staðarins fengu að bragða á þeim sem datt! Nema hvað.
Gengum svo áfram uns við enduðu á hótelinu hjá Önnu og Flosa. Stelpurnar fóru þar í sund en ég sá mér leik á borði og skokkaði smá um svæðið, heila 10 kílómetra. Ansi heitt reyndar. Var gott að fara í kalda sundlaugina að skokkinu loknu.
Svo hélt öll hersingin á hótelið sem Kjartan, Kristín og Nanna Sjöfn og co verða á til að taka á móti þeim. Við Arnar fórum svo á kíktum á síðustu mínútur í leik City og United sem 'við' unnum! :) Jeij
Öll fórum við svo að borða. Ég fékk rif, alveg ágætis. Leigubíllinn svo heim eftir góðan dag.
Röltum svo niður að strönd og vorum þar smá stund. Fengum okkur ís á leiðinni, Kristín Jóhanna var svo óheppin að missa sinn í götuna en fékk annan alveg ókeypis. Eðlur staðarins fengu að bragða á þeim sem datt! Nema hvað.
Gengum svo áfram uns við enduðu á hótelinu hjá Önnu og Flosa. Stelpurnar fóru þar í sund en ég sá mér leik á borði og skokkaði smá um svæðið, heila 10 kílómetra. Ansi heitt reyndar. Var gott að fara í kalda sundlaugina að skokkinu loknu.
Svo hélt öll hersingin á hótelið sem Kjartan, Kristín og Nanna Sjöfn og co verða á til að taka á móti þeim. Við Arnar fórum svo á kíktum á síðustu mínútur í leik City og United sem 'við' unnum! :) Jeij
Öll fórum við svo að borða. Ég fékk rif, alveg ágætis. Leigubíllinn svo heim eftir góðan dag.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)