föstudagur, 4. mars 2016

Dagur klippingar og út að borða með Sonic

Við Drífa fórum bæði í klippingu hjá Hulddísi í dag.  Mikið klippt og mikið gaman :)  Steinunn Anna kom úr 3ja daga skíðaferðalagi með FG frá Akureyri.  Mikið brettað og örugglega mikið gaman þar líka.

Teymið mitt í vinnunni; Sonic, fór út að borða á Grillmarkðnum í kvöld.  Svona í tilefni þess hvað við erum búin að vera rosalega dugleg og skemmtileg :)  Við fengum okkur smakkseðilinn.  Fullt fullt af hinum og þessum réttum.  Smakk, smakk; lundi, hrefna, þorskur, rib eye, lamb meira naut og hrossalund og svo ís og súkkulaðiköku og fleira í eftirrétt.  Bara annnnnnsi gott og mikið gaman.

Sem betur fer eru engar myndir til af viðburði þessum! He he he... sko allavegana engar birtingahæfar!

Engin ummæli: