þriðjudagur, 22. mars 2016

El Tablero og appelsínuönd

Vöknuðum aðeins og seint, lentum allavegana í því að fá bara tveggja manna borð í matsalnum fyrir okkur 5! Allir fengu þó að borða, svo héldum við á ströndina þar sem buslað var í sjónum, sumir skvettu sandi yfir aðra, við litla skemmtun Steinunnar :)

Síðan fórum við í búðarferð El Tablero, þar sem við enduðum á því að kaupa eitthvað fyrir alla. Buxur og peysur og bolir og meira að segja gjafir fyrir vinkonur Dagnýjar og Kristínar.

Um kvöldið var svo tékkað við skyldumætinguna á Jade Garden þar sem snædd var hin rómaða Appelsínuönd.  Hreint lostæti.



Engin ummæli: