laugardagur, 19. mars 2016

Kanarí; Hér komum við

Vöknuðum á skikkanlegum tíma og gúffuðum í okkur leifum gærdagsins; sem sé pizzu og kjúllaafgöngum :) Morgunmatur meistaranna! Hmm?

Fórum síðan út á flugföll í fylgd Mjallar, Þóris og Ástdísar en þau tóku svo bílinn okkar til baka.  Hittum síðan Önnu Vilborgu, Gísla og co. Já og Bjössa og co út á velli og við öll samferða í 5 tíma flugi frá Kef til Las Palmas, Kanarí.

Eftir leigubílaferð frá flugvellinum á Hotel Beverley Park, okkar hótel, hittum við Önnu og Flosa, en þau tóku á móti okkur á hótelinu :)  Við fórum svo á næsta veitingastað, já, bara hinumegin við götuna og fengum okkur að borða. Staðurinn heitir Il Duomo, ítalskur, og var hinn ágætasti bara.  Stelpurnar fengu sér pizzu og við hin ... n a u t a s t e i k :) Mmm mmm mmm... Við ætluðum svo að panta einhvern dýrindis ís fyrir stelpurnar í eftirrétt sem reyndist svo verða einhver áfengisdrykkur! :-o  Honum var skilað jafnharðan og fengu þær 'alvöru' ís í staðinn :)  Allir fóru svo sáttir í háttinn.  Stelpurnar horfðu á eina mynd og ég las spennusöguna Run um Alex Cross.

Frænkurnar Kristín Jóhanna, Nanna Dís og Dagný Lilja komnar á flugvöllinn á Kanarí.

Engin ummæli: