Vaknað snemma og mætt á handboltamót klukkan 8 að Hlíðarenda. Dagný og FH stelpurnar spiluðu við Fylki, Víking, Hauka og Selfoss; töpuðu tveim með minnsta mun og unnu svo tvo :) Dagný skoraði mark og var svaka ánægð sem og við foreldrarnir :) Hittum Hildigunni og Pálma, en Eydís þeirra var líka að spila.
Fórum svo í göngutúr seinnipartinn, enduðum í kaffi hjá Írisi Björns. og Marín. Helgi og hinar stelpurnar voru á skíðum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli