Morgunmatur. Allskonar. Héldum síðan út í sundlaugargarð. Ágætis. Sólbað og syntum í kaldri lauginni. Anna Vilborg hringdi til að bjóða okkur með í dýragarðinn, Palmitos Park. Við slógum til. Vorum reyndar búin að missa af strætó þangað og skelltum okkur því í leigubíl. Við fórum á sýningu með höfrungum, páfagaukum og ránfuglum.
Sáum allskonar dýr; apa, skjaldbökur, flamingo, fiska, slöngu o.fl. o.fl. Fengum nokkrar svona típískar túristamyndir af fjölskyldunni. Mjög gaman. Náðum svo rútunni til baka.
Um kvöldið var svo farið á El Rancho, þar sem Rúnar Örn var 17 ára þennan dag. Afmæliskvöldmatur. Fínn staður, Rúnar Örn fékk t.d. T-Bone steik sem var stærri en flestar steikur
sem maður hefur séð! Vá! Ég gerðist djarfur og fékk mér crocodilo! Krókódílakjöt. Check! Alveg þokkalegt, en ég hleyp ekki þangað aftur til fá mér annan skammt. Væri frekar til í að smakka T beinið :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli