Vöknðum á undan vekjaraklukkunni og héldum svo niður í morgunmatinn. Þar var allskonar í boði. Brauð og ávextir og meira brauð og álegg og hrærð egg og djús og kaffi og harðsoðin egg og súrmjólk og pönnsur og spælegg og örugglega ýmislegt fleira. Nóg í boði sem sé.
Röltum svo niður að strönd og vorum þar smá stund. Fengum okkur ís á leiðinni, Kristín Jóhanna var svo óheppin að missa sinn í götuna en fékk annan alveg ókeypis. Eðlur staðarins fengu að bragða á þeim sem datt! Nema hvað.
Gengum svo áfram uns við enduðu á hótelinu hjá Önnu og Flosa. Stelpurnar fóru þar í sund en ég sá mér leik á borði og skokkaði smá um svæðið, heila 10 kílómetra. Ansi heitt reyndar. Var gott að fara í kalda sundlaugina að skokkinu loknu.
Svo hélt öll hersingin á hótelið sem Kjartan, Kristín og Nanna Sjöfn og co verða á til að taka á móti þeim. Við Arnar fórum svo á kíktum á síðustu mínútur í leik City og United sem 'við' unnum! :) Jeij
Öll fórum við svo að borða. Ég fékk rif, alveg ágætis. Leigubíllinn svo heim eftir góðan dag.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli