Vöknuðum alveg eldsnemma um 10 leytið til að smyrja nokkrar vel valdar flatkökur. Tilefnið; viðurkenningarhátíð Garðabæjar þar sem íþróttakarl, íþróttakona og íþróttalið ársins í Garðabæ skyldu vera tilnefnd. Viti menn og konur; íþróttalið ársins var auðvitað hópfimleikalið Stjörnunnar auk þess sem íþróttakona ársins var einnig úr þeirra röðum.
Dagný Lilja fór svo í heimsókn til Bryndísar vinkonu sinnar. Við 'notuðum tækifærið, svona fyrst við vorum komin í borg óttans, og heimsóttum Tótu og Jónas og fjölskyldu. Fengum þetta fína kaffi og spjölluðum margt og mikið :)
 |
Lið ársins 2015 í Garðabæ |
 |
Vinkonurnar þrjár; Helga, Andrea og Steinunn Anna |
 |
Kristín Jóhanna var svakalega spennt :) |
Engin ummæli:
Skrifa ummæli