laugardagur, 23. janúar 2016

...til lauga

Já, við vöknuðum öll hress og kát ...mismunandi hress og mismunandi kát ...við glaðlegan söng Magga Kjartans:

HALLÓ! KOMIÐ ÖLL Á FÆTUR.  ÖLL Á FÆTUR NÚ :)

Við stukkum auðvitað öll á fætur og, samkvæmt svenska programmet, héldum við niður á strönd og út á lööööngu bryggju, og við gengum og gengum og gengum g gengum.

Þegar þangað var komið fórum við flest í gufu og auðvitað í SJÓSUND innanum ísjakana BRR ..og aftur í gufu og aftur í sjósund og aftur í gufu :)  Mikið var svo gott að fá bröns.  Besti bröns sem maður hefur fengið svei mér þá :) ...og bjór með...




Gengum svo til baka og svo bara beint í bussen og lesten og til Köben.  Röltum svo smá spotta á Hótel Admiral þar sem gist skildi um kvöldið.

Kvöldmaturinn á SALT; New York Strip steak ekkert minna og svo haldið út á lífið í kóngsins Köbenhavn.  Hviids Vinstue, fengum bjór þar ...

Engin ummæli: