laugardagur, 2. janúar 2016

Strax kominn 2. jan 2016!

Djíses, þar með fór það ...að pósta einni mynd á dag í eitt ár! Einn dagur strax búinn og enginn mynd :P Ojæja, ...ég ætlaði að vera duglegur allt síðasta ár að pósta á þetta blogg ...en stoppaði sem sé 24. febrúar ...á konudeginum!  Ætli að sé eitthvað samband þar á milli! Hmm, haa ..neee!

En! Best að prufa aftur.  Byrja alveg ,,ferskur" á nýju ári og sjá hvað maður endist :D

Annars er þetta ár búið að vera prýðilegt, svona hingað til sko :) Vorum hjá mömmu í gær, spila og borða.  Og svo hjá pabba í dag; borða meira og kjafta og solleis :)

1. jan: Spilakvöld hjá Ömmu Jó! #2016POD1
Ekki má gleyma enska boltanum: Man vs Swan!  Aldrei þessu vant vann Man leikinn, vonandi fyrirboði fyrir komandi boltaár :P

2. jan: Draugur í jólatrénu? #2016POD2


Engin ummæli: