þriðjudagur, 19. janúar 2016

You better watch out there is a new driver in town!

Jæja, Steinunn Anna fór í verklega bílprófið í morgun og NÁÐI! Án þess að keyra á strætó :) Og núna er hún bara farin á rúntinn!  Best að fara að gera við hjólið, setja nagladekkin á!

Annars vorum við Dagný Lilja heima í dag!  Spiluðum, bökuðum 'bollaköku', þeyttum rjóma og höfðum það rólegt.

Æjá, Ísland húrraði út úr EM í handbolta ...eftir ótrúlega ósigur gegn Króatíu

En, til að enda þetta á góðu nótunum; nú nálgast hið árlega þorrablót sem að þessu sinni verður í Svíþjóð hjá Hafdísi og Sigga Torfa :) YAY...


Nýjasti ökumaðurinn í hverfinu!


Engin ummæli: